Veruleg hætta gæti stafað af fimmmenningum

Frá Vilnius, höfuðborg Litháen.
Frá Vilnius, höfuðborg Litháen. Reuters

Dómstólar féllust á þau rök ríkissaksóknara, að veruleg hætta geti stafað af fimm Litháum, sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi hér á landi, yrðu þeir látnir lausir. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar til dómur fellur yfir þeim. Mennirnir voru í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar til dómur fellur yfir þeim og staðfesti Hæstiréttur þá úrskurði um áramótin.

Mönnunum er meðal annars gefið að sök að hafa brotið gegn 19 ára litháenskri stúlku en hún hafi verið beitt ólögmætri nauðung, frelsissviptingu og ótilhlýðilegri aðferð áður en og þegar hún var send til Íslands, sem og í meðförum mannanna, sem tóku við stúlkunni hér á landi, fluttu hana og hýstu í því skyni að notfæra sér hana kynferðislega.

Mennirnir hafa sætt gæsluvarðhaldi frá því um miðjan október. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína víða og meðal annars liggur fyrir rökstuddur grunur um að mennirnir tengist glæpasamtökum í Litháen.

Fram kemur í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur, að greiningardeild ríkislögreglustjóra telji m.a. að stúlkunni og fleiri vitnum stafi veruleg hætta af mönnunum verði þeir látnir laus. Einnig sé hætta á að þeir reyni að komast úr landi eða koma sér með öðrum hætti undan málssókn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert