Ætti að nota tengsl Dorritar

Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeffþ
Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeffþ mbl.is/Frikki

Ragn­ar Þóris­son hjá vog­un­ar­sjóðnum Bor­eas Capital seg­ir að for­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, hefði átt að nýta tengsl eig­in­konu sinn­ar, Dor­rit Moussai­ef, til að ná hag­kvæm­ari niður­stöðu fyr­ir Ísland í Ices­a­ve-deil­unni. Ragn­ar bend­ir á að all­ir sem standi í viðskipt­um viti að stærstu samn­inga­atriðin hreyf­ist helst á loka­sprett­in­um.

„Ég vona að Ólaf­ur hafi notað þessa fimm daga vel með því að ráðfæra sig við vold­uga vini for­setafrú­ar­inn­ar. Til dæm­is Geor­ge Soros eða Steve Schw­artzm­an, sem er hjá Blackst­one Group. Ég vona einnig að Ólaf­ur hafi  sett sig í sam­band við for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og Hol­lands og tjáð þeim að hann haldi á penn­an­um en geti ekki skrifað und­ir af­sal Íslands nema eitt­hvað breyt­ist," seg­ir Ragn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Ragn­ar seg­ir að ef vext­ir á Ices­a­ve-lán­inu væri lægri, myndi staðan strax batna veru­lega fyr­ir Ísland. „Ef Ólafi tæk­ist að semja um lægri vexti, til  dæm­is 3-4%, myndi það gera hann að þjóðhetju. Síðan kæmi hann nátt­úru­lega höggi á sína gömlu vini sem sátu í samn­inga­nefnd­inni og snúið hafa baki við hon­um eft­ir hrunið," seg­ir Ragn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert