AGS: Icesave ekki skilyrði

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Mark Flanagan, sem stýrir áætlun Íslands fyrir hönd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í tilkynningu að samkomulag um Icesave sé ekki skilyrði fyrir efnahagsáætlun Íslands hjá AGS svo lengi sem fjármögnun áætlunarinnar sé í lagi.

Flanagan segir í tilkynningunni að AGS muni nú fara yfir stöðuna með íslenskum stjórnvöldum og ráðfæra sig við önnur ríki sem fjármagna áætlunina. Starfsfólk AGS mun jafnframt vinna áfram með íslenskum stjórnvöldum að því að  koma í framkvæmd þeim atriðum sem nauðsynlegt er til þess að koma landinu út úr kreppunni sem hér ríkir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert