Bos segir Ísland verða að standa við skuldbindingar

Icesave reikningar Landsbankans hafa heldur betur valdið uppnámi
Icesave reikningar Landsbankans hafa heldur betur valdið uppnámi mbl.is/Árni Sæberg

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, er afar ósáttur með ákvörðun forseta Íslands  um að skrifa ekki undir Icesave-lögin. Hann segir að Ísland sé skuldbundið til þess að greiða Hollendingum peningana og ekkert hafi breyst þar um. Þetta kemur fram í frétt á vef hollenska blaðsins Volkskrant. En fréttin um synjun Ólafs Ragnars er efsta frétt á vef blaðsins líkt og hjá flestum hollenskum fréttamiðlum.

Bos segir í frétt Volkskrant að hollensk stjórnvöld krefjist þess að fá strax skýringar frá íslenskum stjórnvöldum, annað sé óásættanlegt.

Fjöldi manns hefur bloggað við frétt Telegraaf um málið og sýnist hverjum sitt. Margir telja að þetta útiloki inngöngu Íslands í ESB og beita eigi hörku í málinu. Jafnvel segja einhverjir að sniðganga eigi íslenska vöru vegna þessa. En tekið skal fram að einungis er um blogg að ræða, ekki skoðun hollenskra stjórnvalda né blaðsins. 

Frétt Volkskrant

Frétt NRC Handelsblad

Frétt Trouw

Frétt Telegraaf

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert