Bretar leita til ESB

Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands
Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands Reuters

Dow Jo­nes-frétta­veit­an hef­ur eft­ir tals­manni breska fjár­málaráðuneyt­is­ins  að  þarlend stjórn­völd muni bera málið upp við Evr­ópu­sam­bandið í leit að lausn deil­unn­ar um Ices­a­ve.

Haft er eft­ir hon­um að breska fjár­málaráðuneytið muni setja sig sam­band við starfs­bræður sína á Íslandi til þess að öðlast skiln­ing á því hvers vegna lög­in voru ekki staðfest af for­set­an­um og það muni vinna með þeim, full­trú­um Hol­lend­inga og Evr­ópu­sam­band­inu að lausn máls­ins þannig að niðurstaða fá­ist sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert