Bretar leita til ESB

Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands
Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands Reuters

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir talsmanni breska fjármálaráðuneytisins  að  þarlend stjórnvöld muni bera málið upp við Evrópusambandið í leit að lausn deilunnar um Icesave.

Haft er eftir honum að breska fjármálaráðuneytið muni setja sig samband við starfsbræður sína á Íslandi til þess að öðlast skilning á því hvers vegna lögin voru ekki staðfest af forsetanum og það muni vinna með þeim, fulltrúum Hollendinga og Evrópusambandinu að lausn málsins þannig að niðurstaða fáist sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka