Bretar og Hollendingar hafa ekki ýjað að samningsslitum

Indriði H. Þorláksson.
Indriði H. Þorláksson. Eggert Jóhannesson

Gildistökuákvæði er í Icesave samningnum við Breta og Hollendinga. Í því segir að ef ekki verði búið að staðfesta samninginn eða samþykkja ábyrgðirnar fyrir 29. nóvember 2009 geti Hollendingar og Bretar fallið frá samningnum. Nú er þessi dagsetning löngu liðin.

Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem sat í samninganefndinni um Icesave, sagði aðspurður að Bretar og Hollendingar hafi ekki ýjað að því að falla frá samningnum, þrátt fyrir drátt á staðfestingu hans.

„Þeir hafa sagt að meðan málið sé í eðlilegum farvegi og virkri meðhöndlun þá muni þeir ekkert hreyfa sig,“ sagði Indriði í samtali við Morgunblaðið. Hann vissi ekki heldur til þess að dráttur á staðfestingu ríkisábyrgðarlaganna hafi beinlínis skaðað Ísland hingað til.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert