Endurreisnaráætlun í uppnám

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Rík­is­stjórn­in seg­ir, að end­ur­reisnaráætl­un stjórn­valda hafi verið teflt í mikla tví­sýnu með ákvörðun for­seta Íslands að synja lög­um um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-skuld­bind­inga. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir, að rík­is­stjórn­in hafi fengið að vita um ákvörðun for­set­ans á sama tíma og þjóðin öll.

Jó­hanna sagði, að óvissa eða upp­nám í fjár­mála­leg­um sam­skipt­um við önn­ur ríki geti haft mjög skaðleg áhrif á ís­lenskt sam­fé­lag. Sagði hún að rík­is­stjórn­in muni nú meta stöðu mála og horf­ur varðandi þá end­ur­reisnaráætl­un, sem hún hafi fylgt með góðum ár­angri og und­ir­búa að farið verði í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve-lög­in, sem for­set­inn hafnaði.

Fram kom hjá Jó­hönnu og Stein­grími J. Sig­fús­syni, fjár­málaráðherra, að reynt verði að koma í veg fyr­ir að sú mynd verði dreg­in upp af ís­lensku þjóðinni að hún ætli að hlaup­ast frá skuld­bind­ing­um sín­um. Verður til­kynn­ing send frá stjórn­völd­um til er­lendra fjöl­miðla á eft­ir þar sem fram kem­ur að það sé ein­dreg­inn vilji að Ísland standi við sín­ar skuld­bind­ing­ar.

Þing­flokk­ar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafa verið boðaðir til fund­ar klukk­an 15 í dag til að fjalla um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert