Erlendar eignir ýktar?

Erlend staða þjóðarbúsins er sennilega hundruðum milljarða króna lakari en tölur Seðlabankans sýna. Tölur bankans yfir beina erlenda fjármunaeign Íslendinga innifela að öllum líkindum eignir sem komnar eru til gömlu bankanna, Kaupþings og Glitnis, og eru því í raun í eigu erlendra kröfuhafa.

Nýjustu tölur Seðlabankans um erlenda fjármunaeign hljóða upp á 888 milljarða króna, en inni í þeirri upphæð eru að öllum líkindum erlendar eignir Baugs, Bakkavarar, Actavis, Promens og Eimskips, svo dæmi séu tekin. Talan gefur til kynna stöðuna í lok september á síðasta ári, en hún er ekki sundurliðuð.

Sundurliðað yfirlit yfir erlenda fjármunaeign um næstsíðustu áramót, 2008-9, er hins vegar að finna á vef Seðlabankans. Þá var eignin metin á 1.063 milljarða króna.

Ef rétt reynist, að bein erlend fjármunaeign Íslendinga er hundruðum milljarða minni en opinberar tölur segja. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur af erlendum eignum verða minni en ella sem eykur aftur þrýsting á gengi íslensku krónunnar. Lægra gengi krónunnar þýðir svo að erlendar skuldir aukast, mældar í íslenskum krónum.

 Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert