Töluverð samskipti voru milli Framsóknarflokksins og Bændaflokksins í A-Þýskalandi á tímum kalda stríðsins.
Bændaflokkurinn var að nafninu til sjálfstæður stjórnmálaflokkur, en starfaði í skjóli og undir stjórn austurþýska kommúnistaflokksins. Fulltrúi Framsóknarflokksins sótti m.a. flokksþing Bændaflokksins í Berlín.
Þetta kemur fram í skjölum sem Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður, safnaði saman í Berlín og afhenti Þjóðskjalasafni Íslands.
Verkalýðsfélög á Íslandi áttu í formlegum samskiptum við austurþýska kommúnistaflokkinn eftir að herir Varsjárbandalagsríkjanna réðust inn í Tékkóslóvakíu 1968. Innrásin varð til þess að Alþýðubandalagið markaði þá stefnu að slíta öll formleg tengsl við kommúnistaflokkana í A-Evrópu.
Sjá nánari umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.