Fréttin barst hratt út

Fréttamenn á Bessastöðum í dag.
Fréttamenn á Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fréttin um að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi synjað Icesave-lögunum staðfestingu, barst hratt til nágrannalandanna. Hafa helstu fréttastofur sagt frá málinu og Sky fréttastofan birti textafrétt nokkrum mínútum eftir að forsetinn hafði lokið við að lesa yfirlýsingu sína.

Reutersfréttastofan segir ljóst, að niðurstaða forsetans muni skapa nýjan pólitíska óvissu á Íslandi og setja alþjóðlega fjárhagsaðstoð og hugsanlega aðild að Evrópusambandinu í uppnám. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka