Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ríkisstjórnina væntanlega geta hökt eitthvað áfram en það sé varla meira en gálgafrestur. Hann segir stjórnina halta. Hafni þjóðin Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu sé hún væntanlega fallin.
Hann telur líklegt að í þjóðaratkvæðagreiðslu verði greidd atkvæði um hvort samþykkja eða hafna skuli núverandi lögum.