Ákvörðun forseta Íslands um að skrifa ekki undir Icesave-lögin mun væntanlega fresta greiðslu lána frá norrænu ríkjunum til Íslands, að sögn Iikka Kajaste, yfirmanns í finnska fjármálaráðuneytinu í samtali við Reuters fréttastofuna.
Norrænu ríkin skrifuðu undir langtímalánasamning við íslenska seðlabankann síðastliðið sumar um að lána Íslendingum alls 1,8 milljarða evra, 325 milljarða íslenskra króna.
Segir Kajaste að væntanlega muni norrænu ríkin leita til Breta og Hollendinga og fá upplýsingar um hvað ríkin segi um stöðu mála. Hvað sem verði úr sé ljóst að endurmat þurfi að fara fram á veitingu lánsins.