Útlit er fyrir að pyngjan muni léttast hjá bifreiðaeigendum á árinu, sérstaklega hjá þeim sem þurfa að aka lengri vegalengdir.
Þannig má ætla að lítraverð á 95 oktana bensíni og díselolíu verði um og yfir 200 krónur í afgreiðslu þegar auknar álögur ríkisins koma inn í verðið með nýjum birgðum.
Hækkanirnar eru þrískiptar í bensíninu þar sem almennt vörugjald hækkar og hærri virðisaukaskattur leggst á það og sérstaka vörugjaldið, ásamt því sem kolefnisgjald leggst á hvern seldan lítra.
Hækkunin er einfaldari í díselolíunni en þar hækkar olíugjaldið á meðan sérstaka vörugjaldið er óbreytt en hærri virðisaukaskattur leggst ofan á hvort tveggja, að viðbættu kolefnisgjaldinu.
Sjá nánari umfjöllun um olíuna í Morgunblaðinu í dag.