Perum stolið af jólatré

Safnahúsið á Ísafirði.
Safnahúsið á Ísafirði. mynd/bb.is

Nær öll­um ljósa­per­um hef­ur verið stolið af jóla­tré fyr­ir fram­an Safna­húsið á Ísaf­irði. Að sögn Jó­hanns Hinriks­son­ar, for­stöðumanns Safna­húss­ins, hef­ur ein­hver óprútt­inn aðili látið til skar­ar skríða seint í gær­kvöldi eða í nótt. 

„Nokkr­um per­um hafði verið stolið milli jóla og ný­árs en ég var bú­inn að skipta um þær. Ég átti leið fram hjá í fyrra­kvöld og þá var kveikt á öll­um per­um en aðra sögu var að segja í gær­morg­un,“ seg­ir Jó­hann við vef­inn bb.is. 

Að sögn Jó­hanns hef­ur verið stolið um hundrað per­um. Þó hef­ur þjóf­ur­inn ekki náð í topp trés­ins en það er um tveir metr­ar á hæð. Af hæðinni að dæma má þó ætla að ekki sé um smá­vax­inn aðila eða barn að ræða. Jó­hann hef­ur farið með málið til lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert