Ræðir ekki framtíð stjórnarsamstarfsins

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Heiddi

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar um áframhald stjórnarsamstarfsins þegar hann kom af þingflokksfundi VG nú síðdegis.

Hann sagðist hafa átt von á því að fá að vita um ákvörðun forsetans fyrirfram, en bréf frá forsetanum hefði hins vegar ekki borist fyrr en kl. 11:06. Þá hefði blaðamannafundur forsetans þegar verið hafinn.

Steingrímur sagði að stjórnvöld hefðu reynt að lágmarka tjónið með því að gefa strax út yfirlýsingar í kjölfar fréttamannafundar forsetans. Það hefði verið slæmt ef það myndi fréttast að Íslendingar vildu ekki standa við skuldbindingar sínar.

Hann segir að ákvörðun forsetans hefði ekki komið sér á óvart, enda orðinn öllu vanur í íslenskum stjórnmálum.

Framundan eru fundir ríkisstjórnarinnar með fulltrúum frá Seðlabanka Íslands og aðilum vinnumarkaðarins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert