Reynt að endurvekja „þjóðstjórn“ í Borgarbyggð

Reynt er að endurvekja stjórn Borgarbyggðar.
Reynt er að endurvekja stjórn Borgarbyggðar. Árni Sæberg

Oddvitar flokkanna sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn Borgarbyggðar ræddu síðdegis í gær möguleika á að endurvekja samstjórn allra flokka.

Samræðurnar leiddu ekki til niðurstöðu, að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar, forseta sveitarstjórnar, og framhaldið er óljóst.

„Þjóðstjórn“ sprakk fyrir áramót vegna ágreinings um leiðir við sparnað í rekstri fræðslumála þar sem meðal annars var rætt um lokun Kleppjárnsreykjaskóla. Björn Bjarki tekur fram að þrátt fyrir ágreining séu málin rædd áfram og stjórn sveitarfélagsins haldist í sínum föstu skorðum á meðan.

Sjá nánar um stjórnarkreppuna í Borgarbyggð í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka