Sammála um að lágmarka ókyrrð

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða við fréttamenn að …
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða við fréttamenn að loknum blaðamannafundi í kvöld. Morgunblaðið / Sigurður Bogi Sigurður Bogi

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra hafði orð Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar for­seta Íslands fyr­ir því, að hann kynnti henni ákvörðun sína í Ices­a­ve-mál­inu áður en hann kunn­gerði hana á blaðamanna­fundi á Bessa­stöðum. Niðurstaðan varð hins veg­ar önn­ur.

Und­ir­liggj­andi tónn í frétt­um er­lendra fjöl­miðla í dag hef­ur verið sá að ákvörðun for­seta þýddi að Íslend­ing­ar hygðust ekki standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar í Ices­a­ve-mál­inu. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ir að reynt hafi verið eft­ir að föng­um að bregðast við þeim mis­skiln­ingi meðal ann­ars með frétta­til­kynn­ing­um til er­lendra fréttamiðla auk held­ur sem hann hafi í dag verið í viðtöl­um við ýmsa er­lenda fjöl­miðla, meðal ann­ars breska og hol­lenska.

Alþjóðlega mats­fyr­ir­tækið Fitch Rat­ings hef­ur lækkað láns­hæf­is­mat ís­lenska rík­is­ins niður í rusl­flokk með nei­kvæðum horf­um. Er þetta gert í kjöl­far þess að for­seti Íslands synjaði Ices­a­ve-lög­un­um staðfest­ing­ar. „Hætt er við að tíma getið tekið að vinna láns­hæf­is­matið aft­ur upp. Það er ákaf­lega sorg­legt að það skyldi hrapa því það var lagt af stað í hina átt­ina. Matið var hins veg­ar ekki nema dag­inn að falla niður í rusl­flokk. Núna skipt­ir hins veg­ar öllu að róa ástandið niður og á fund­um okk­ar með aðilum vinnu­markaðar­ins voru all­ir sam­mála um að lág­marka ókyrrðina,“ seg­ir Stein­grím­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert