Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segist ekki hægt að orða það öðruvísi en svo, að hann hafi fengið sterk viðbrögð við ákvörðun forseta Íslands í morgun.
„Þau eru fyrst og fremst frá umheiminum - fjármálaheiminum og nágrannalöndum okkar sem eru augljóslega mjög slegin yfir þessum fréttum,“ sagði Gylfi.
Gylfi sagði, að ekkert hefði opinberlega heyrst frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, „en við höfum verið í sambandi við hann og reynt að útskýra fyrir honum hver staða mála er," sagði Gylfi.