Þing komi saman í vikulok

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fundaði með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í Ráðherrabústaðnum í kvöld. Hann segir að þau hafi kynnt sér fyrstu viðbrögð við ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar.

Þau kynntu drög að nýju frumvarpi að þjóðaratkvæðagreiðslu og telur Bjarni líklegt að þing verði kallað saman á nýjan leik fyrir vikulok til að ræða frumvarpið. 

Hann segir að frumvarpið sé mjög almenns eðlis. Bjarni telur að það gæti náðst ágæt samstaða á þinginu um rammalöggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hann hyggur jafnframt að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram undir lok febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert