Þjónustan á Vogi minnkar

Vogur.
Vogur. Heiðar Kristjánsson

Fjárlög ríkisstjórnarinnar voru samþykkt rétt fyrir áramót og þá varð endanlega ljóst að framlög til sjúkrareksturs SÁÁ munu minnka um 13% á 2 árum. Þetta mun þýða að spara þarf um 70 milljónir króna á árinu 2010.

Slíkt verður ekki gert nema með því að skerða þjónustuna á Sjúkrahúsinu Vogi um mikinn mun. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu SÁÁ, saa.is.

Starfsfólk SÁÁ hefur þegar hafist handa við að breyta starfseminni. Meginbreytingarnar sem sjúklingarnir munu finna er að biðlistar munu lengjast og erfiðara verður fyrir endurkomufólk að komast á Vog.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert