Verður ekki auðveldur fundur

Þingmennirnir Lilja Mósesdóttir og Guðbjartur Hannesson á Alþingi.
Þingmennirnir Lilja Mósesdóttir og Guðbjartur Hannesson á Alþingi. Kristinn Ingvarsson

„Þetta verður ekki auðveldur fundur,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, en þingflokkur VG kemur saman kl. 15 til að ræða þá pólitísku stöðu sem komin er upp eftir að forseti Íslands hafnaði að skrifað undir Icesave-lögin og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lilja sagðist vera þeirra skoðunar að engin ástæða væri til að tengja líf ríkisstjórnarinnar saman við Icesave-lögin. Hún sagði aðspurð að hún vissi ekki hvaða tillögu Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ætlaði að leggja fyrir þingflokksfundinn.

 „Mér finnst sjálfsagt að við reynum til þrautar að fá betri samning. Mér finnst það vera réttur okkar og sérstaklega þegar komið er í ljós að þjóðin er ekki sátt við samninginn. Þegar ríkisstjórnin er með þjóðina á bak við sig geti hún náð betri samningi,“ sagði Lilja.

Lilja er ein þeirra stjórnarþingmanna sem skrifuðu undir áskorun til forseta að skrifa ekki undir Icesave-lögin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert