Viðbúnaður á Bessastöðum

Myndatökumenn á Bessastöðum.
Myndatökumenn á Bessastöðum. mbl.is/Árni Sæberg

Mikill viðbúnaður er nú á Bessastöðum þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11. Sjónvarps- og útvarpsmenn eru að koma fyrir búnaði til að senda beint frá fundinum og blaðamenn og ljósmyndarar streyma að.

Óvissa ríkir um hvort Ólafur Ragnar muni lýsa því yfir að hann staðfesti Icesave-lögin svonefndu eða synji þeim staðfestingar. Gerist hið síðarnefnda kveður stjórnarskráin á um, að lögin taki gildi en þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um endanlegt gildi þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert