Öll olíufélögin hafa hækkað bensínverð en víðast hvar kostar bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu um 192 kr. Olís reið á vaðið í gær og nú hafa öll önnur félög fylgt á eftir.
Hjá Olís, N1 og Skeljungi er algengasta bensínverðið í sjálfsafgreiðslu 193,2 kr. og verð á dísilolíu 191,9 kr.
Algengasta verðið hjá Orkunni er 191,5 kr. fyrir bensínlítrann en 190,2 kr. fyrir dísilolíuna. Algengasta verðið hjá Atlantsolíu og ÓB er 10 aurum hærra en hjá Orkunni.