„Þar sem fjárfestingarsamningurinn er enn ókláraður áfangi ákváðum við að fresta framkvæmdum núna, á meðan við bíðum eftir lausn á því máli, áður en við tökum næstu skref,“ segir Lisa Rhodes hjá Verne Global, um vinnustöðvunina við gagnver Verne Holdings í Reykjanesbæ.
Fjárfestingarsamningurinn bíður enn staðfestinar Alþingis og hefur beðið hennar alllengi. „Þetta er tímabundin vinnustöðvun. Við erum sannfærð um að okkur takist að hreyfa málið áfram á næstunni svo að fólk geti byrjað aftur að vinna að þessu verkefni, sem við trúum að muni hafa jákvæð langtímaáhrif á Ísland,“ bætir Rhodes við.
Hún leggur áherslu á að ekki verið að hætta við eitt né neitt. „Við hlökkum til að tilkynna ykkur það þegar sú ákvörðun verður tekin að halda áfram með næsta áfanga,“ segir hún.