Eiga Íslendingar að greiða?

Á vef breska dag­blaðsins Guar­di­an er nú hægt að taka þátt í skoðana­könn­un þar sem les­end­um gefst kost­ur á að tjá skoðun sína á því hvort Íslend­ing­um beri að greiða Ices­a­ve-skuld­ina. Svipuð könn­un er á vef banda­ríska dag­blaðsins Wall Street Journal. Á báðum vefj­un­um tel­ur mik­ill meiri­hluti að Íslend­ing­um beri ekki að greiða.

Af rúm­lega 600 manns, sem tekið hafa þátt í net­könn­un  Wall Street Journal  segja 454 nei, eða 74,7% en 154 eða 25,3% já.

Mun­ur­inn er enn meiri í sams­kon­ar könn­un netút­gáfu breska blaðsins Guar­di­an. Þar hafa 79,9% svar­enda sagt nei við sömu spurn­ingu en 20,1% já. 

Net­könn­un Wall Street Journal

Net­könn­un Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert