Forsetinn í sögubækurnar

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson. mbl.is/Ómar

Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir á heimasíðu sinni að for­seti Íslands gæti kom­ist í sögu­bæk­urn­ar fyr­ir annaðtveggja; að fella fyrstu hreinu vinstri stjórn­ina í sögu lands­ins, eða vera sá for­seti í sögu lýðveld­is­ins sem fyrst­ur þurfi að segja af sér embætti.

„Vita­skuld för­um við í þjóðar­at­kvæðagreiðslu að ráði for­set­ans. Verði Ices­a­ve-lög­in samþykkt í henni, er for­set­an­um varla sætt leng­ur. Verði Ices­a­ve-lög­un­um hafnað, er rík­is­stjórn­inni varla sætt leng­ur," seg­ir Sig­mund­ur Ern­ir, og bæt­ir við að for­set­inn hafi tekið eig­in hag fram yfir þjóðar­hag þegar hann neitaði Ices­a­ve-lög­un­um staðfest­ing­ar.

Heimasíða Sig­mund­ar Ern­is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka