Forsetinn í sögubækurnar

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson. mbl.is/Ómar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að forseti Íslands gæti komist í sögubækurnar fyrir annaðtveggja; að fella fyrstu hreinu vinstri stjórnina í sögu landsins, eða vera sá forseti í sögu lýðveldisins sem fyrstur þurfi að segja af sér embætti.

„Vitaskuld förum við í þjóðaratkvæðagreiðslu að ráði forsetans. Verði Icesave-lögin samþykkt í henni, er forsetanum varla sætt lengur. Verði Icesave-lögunum hafnað, er ríkisstjórninni varla sætt lengur," segir Sigmundur Ernir, og bætir við að forsetinn hafi tekið eigin hag fram yfir þjóðarhag þegar hann neitaði Icesave-lögunum staðfestingar.

Heimasíða Sigmundar Ernis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert