Hafís er er nú á svæðinu NV af Vestfjörðum. Að sögn starfsmanns hjá Landhelgisgæslunni er um að ræða nokkuð þétta ísspöng sem hefur rekið frá aðalhafísmassanum við Grænland. Gæti hún reynst skipum skeinuhætt, en engin skip eru á svæðinu sem stendur.
Ísinn var í gærkvöldi um 30 sjómílur norðvestur af Barða og má gera ráð fyrir, ef ísinn hefur rekið eina mílu á klukkustund í nótt, að hann sé nú um 20 sjómílur norðvestur af Barða.