Ísland forsmekkurinn að því sem koma skal?

Icesave mótmæli við Austurvöll. Mynd úr safni.
Icesave mótmæli við Austurvöll. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Vefmiðillinn Huffington Post fjallar um Icesave-deiluna í dag þar sem fram kemur að það sem sé að gerast á Íslandi sé forsmekkurinn að því sem muni mögulega gerast um allan hinn þróaða heim. Íslenskir skattborgarar hafi  fyrstir allra neitað að axla fjárhagslega ábyrgð á mistökum einkafyrirtækja.

Fram kemur að stjórnvöld víða um heim muni reyna að fá almenning til að borga brúsann, sama hvað reikningurinn sé hár. Nú megi búast við því að skattgreiðendur í öðrum ríkjum muni feta í fótspor Íslendinga og neita að taka þátt í slíku.

Greinina má lesa hér.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert