Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði við Sjónvarpið eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar síðdegis, að hún hefði í dag meðal annars rætt við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands og og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í dag.
Fram kom hjá Jóhönnu, að á þingflokksfundinum hefði verið fjallað um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Meðal annars hefði verið rætt um tímasetningar og nú væri talað um að atkvæðagreiðslan fari fram í síðasta lagi 6. mars en hugsanlega geti hún farið fram fyrr.