Húsvíkingar kvöddu jólin með glæsibrag í stilltu og fallegu veðri nú undir kvöld. Þrettándabrennan var að venju í á uppfyllingunni í suðurfjörunni og leiddu álfakóngur- og drottning ásamt hinum ýmsu furðuverum blysför bæjarbúa frá íþróttahöllinni að brennunni.
Þar var söngur og gleði, kveikt í brennunni auk þess sem Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hélt veglega flugeldasýningu en dagskráin var í höndum ungra knattspyrnukvenna úr Völsungi.