Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag Baldurs Guðlaugssonar, fyrrum ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, um að rannsókn sérstaks saksóknara á hendur honum verði felld niður. Fram kemur á vef Viðskiptablaðsins, að lögmenn Baldurs hafa þegar kært niðurstöðuna til Hæstaréttar.
Embætti sérstaks saksóknara rannsakar hvort Baldur hafi búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum skömmu fyrir hrun bankans.
Baldur vildi að rannsókninni yrði vísað frá á grundvelli þess að Fjármálaeftirlitið hefði þegar tilgreint honum að það hefði þegar lokið henni með bréfi dagsett 7. maí 2009. Óheimilt hefði verið að opna rannsóknina á ný.