Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru þrjú kíló af hvalkjöti og öðrum hvalaafurðum flutt út frá Íslandi á tímabilinu janúar til nóvember á síðasta ári. Nánar til tekið eru það vörur í tollskrárflokknum „Nýtt eða kælt hvalkjöt og aðrar hvalaafurðir.”
Í svari Hagstofunnar við fyrirspurn manns segir að útflutningsverðmætið hafi verið 5.442 krónur, eða 1.814 krónur á kílóið að meðaltali.
Ef marka má þessar upplýsingar hefur ekki gengið vel að selja íslenskt hvalkjöt til útlanda mestan part síðasta árs.