Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í gær. mbl.is/RAX

Ríflega helmingur þeirra, sem svöruðu spurningum Gallups, er ósammála ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að skrifa ekki undir lög um ríkisábyrgð á Icesave. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Gallup spurði 1200 Íslendinga: Ertu sammála eða ósammála ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga sem Alþingi samþykkti 30. desember 2009?

51% aðspurðra er ósammála ákvörðun forsetans en 41% sammála. 8% voru hvorki sammála né ósammála.

Að sögn Útvarpsins voru 16,5% stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar eru sammála ákvörðun forsetans en 64,5% þeirra sem ekki segjast styðja stjórnina. Í greiningu Gallups segi að niðurstöðurnar bendi til þess að eftir því sem lengra hafi liðið frá tilkynningu forsetans hafi þeim fjölgað sem séu ósammála ákvörðun hans.

Svarhlutfall í könnuninni var 63,5% en könnunin var gerð á netinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka