Meirihlutinn styður ákvörðun forsetans

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í gær
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í gær mbl.is/Ragnar Axelsson

Meiri­hluti þeirra sem tóku þátt í könn­un MMR í gær og í dag, alls 877 ein­stak­ling­ar, styðja þá ákvörðun for­seta Íslands, Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, að að staðfesta ekki nýju Ices­a­ve lög­in. 56% segj­ast styðja ákvörðun for­seta Íslands um að staðfesta ekki nýju Ices­a­ve lög­in. 42% segj­ast myndu staðfesta Ices­a­ve lög­in í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Ríf­leg­ur helm­ing­ur svar­enda (55,7%) segj­ast styðja ákvörðun for­seta Íslands um að staðfesta ekki nýju Ices­a­ve lög­in og vísa þeim í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þetta eru tölu­vert færri en sögðust því fylgj­andi að for­set­inn synjaði lög­un­um og vísaði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu í des­em­ber síðast liðnum (skv. könn­un MMR fyr­ir Viðskipta­blaðið). En þá voru 69,2% sem töldu að for­set­inn ætti að synja nýj­um Ices­a­ve lög­um staðfest­ing­ar og vísa þeim til þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Litlu fleiri– eða 58,0% - segj­ast myndu kjósa á móti Ices­a­ve lög­un­um yrðu þau bor­in upp til kosn­inga í dag. Sem þýðir um leið að 42% svar­enda segj­ast reiðubú­in til að staðfesta lög­in í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

„Áber­andi andstaða er við ákvörðun for­set­ans um að staðfesta ekki nýju Ices­a­ve lög­in meðal stuðnings­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en 76,3% þeirra kváðust ekki styðja ákvörðun for­set­ans. Á hinn bóg­inn voru 80,6% þeirra sem sögðust rík­is­stjórn­inni and­víg­ir sem kváðust styðja ákvörðun for­set­ans," að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá MMR.

Sjá frétta­til­kynn­ingu MMR

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert