Formaður Framsóknarflokksins segir það mjög slæmt ef fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að snúast um stjórn eða stjórnarandstöðu. Þá sé komin upp sú staða að neikvæð umræða í erlendum fjölmiðlum gagnist ríkisstjórninni. Hann segir alla flokka verða að vinna saman að því að styrkja orðspor Íslands útávið.