Veðmál: Stuðullinn á neitun forseta Íslands endaði í 2,75

Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína í gær. mbl.is/RAX

Fjöldi manns tók þátt í veðmáli hjá veðbankanum Betsson.com um það hvort forseti Íslands myndi staðfesta lögin um Icesave eða ekki. Búnir voru til stuðlarnir „já“ og „nei“ og samkvæmt veðbanka Betsson minnkuðu líkurnar á neitun forsetans eftir því sem leið á.

Byrjaði nei-stuðullinn í 2,45 en endaði í 2,75. Það þýddi t.d. að sá sem lagði 1000 krónur undir, um að Ólafur Ragnar myndi ekki staðfesta Icesave-lögin, fékk 2.750 krónur til baka. Stuðullinn um að forsetinn myndi staðfesta lögin endaði í 1,45.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert