Vöruðu við afleiðingum synjunar

Jóhanna Sigurðardóttir ræðir við fréttamenn eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar í gær.
Jóhanna Sigurðardóttir ræðir við fréttamenn eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar í gær. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sendi for­seta Íslands bréf í fyrra­dag, þar sem hann var varaður við al­var­leg­um af­leiðing­um þess að synja Ices­a­ve-lög­un­um staðfest­ing­ar. Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að í bréf­inu komi fram að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar græði jafn­vel meira á því að Íslend­ing­ar hafni lög­un­um.

Að sögn Rík­is­út­varps­ins kem­ur fram í bréf­inu, að það sé óvíst og al­ger­lega í hönd­um Breta og Hol­lend­inga hvort koma muni til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um málið, því þeir geti fallið frá samn­ingn­um sem lög­in fjalla um. Þeir hafi nú þegar leyst til sín kröf­ur meg­inþorra inn­stæðueig­enda á þrota­bú Lands­bank­ans. Í krafti þeirra muni þeir fá til sín lang­stærst­an hluta þess sem greiðist úr þrota­bú­inu, og fái þannig á næstu sjö árum all­ar þær greiðslur sem þeir hefðu fengið sam­kvæmt samn­ingn­um. Bret­ar og Hol­lend­ing­ar yrðu þannig í reynd eins og eig­end­ur þrota­bús­ins, og hefðu ráð ís­lenskra skuldu­nauta þrota­bús­ins í hendi sér.

Í bréf­inu kem­ur fram að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar græði lítið meira á nýj­um Ices­a­ve-samn­ing­um, eða jafn­vel minna en án þeirra, og gætu með nokkr­um rétti haldið því fram að ís­lensk stjórn­völd séu ekki samn­ings­hæf. Að auki gætu þeir gert kröf­ur fyr­ir dóm­stól­um á hend­ur Trygg­inga­sjóðs inni­stæðueig­enda og ís­lenska rík­is­ins. Þeir þurfi þó ekki að taka af­stöðu til þess fyrr en 2012.  Í millitíðinni gætu þeir neytt ut­an­rík­is-póli­tísks afls­mun­ar, á vett­vangi Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins og inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert