Almannatengill undrast viðbrögð forsætisráðherra

Karl Pétur Jónsson
Karl Pétur Jónsson

Karl Pétur Jónsson, almannatengill og tengdasonur forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, skrifar á bloggvef sinn að hann hafi orðið gapandi hissa á því að forsætisráðherra Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir, hafi, rúmum klukkutíma eftir að forsetinn vísaði Icesave lögunum til þjóðarinnar, að vinna stæði yfir við að skrifa fréttatilkynningu til erlendra fjölmiðla. Sem þá og þegar höfðu birt kolrangan skilning á málinu.

„Ég hef starfað að almannatengslum í bráðum tuttugu ár með einum eða öðrum hætti. Stærsti hluti vinnu almannatengla liggur í að búa viðskiptavini sína undir hluti sem aldrei gerast. Að sjá til þess að viðskiptavinurinn sé reiðubúinn að takast á við aðstæður sem sæmileg líkindi eru á að komi upp.

Þess vegna varð ég alveg gapandi hissa í hádeginu þegar forsætisráðherra greindi frá því, rúmum klukkutíma eftir að forsetinn vísaði Icesave lögunum til þjóðarinnar, að vinna stæði yfir við að skrifa fréttatilkynningu til erlendra fjölmiðla. Sem þá og þegar höfðu birt kolrangan skilning á málinu.

Öll fyrirtæki sem ég vinn fyrir eru með viðbragðsáætlanir og tilbúnar fréttatilkynningar sem hægt er að senda með fárra mínútna fyrirvara hvert á land sem er vegna margra mála sem komið geta upp. Hvað var ríkisstjórnin að hugsa þegar hún veitti erlendum fjölmiðlum meira en tveggja tíma svigrúm til að mistúlka atburði dagsins," skrifar Karl Pétur á blogg sitt á Pressunni.

Pistill Karls Péturs á Pressunni

Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins fjallar einnig um ákvörðun forsetans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert