Bæjarstjóri ekki í framboð

Gunnsteinn Sigurðsson, býður sig ekki fram.
Gunnsteinn Sigurðsson, býður sig ekki fram.

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti sjálfstæðismanna undanfarna mánuði, mun ekki taka þátt í prófkjöri flokksins vegna komandi kosninga. Hann segir að ástæðan sé óviðunandi togsreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann starfar sem bæjarstjóri fram í júní.

Gunnsteinn sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu undir kvöld:

„Um hátíðirnar velti ég því gaumgæfilega fyrir mér að taka þátt í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og íhugaði vandlega áskoranir mætra manna um að sækjast eftir forystusæti á framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Eftir að hafa vegið saman
kosti þess og galla hef ég komist að þeirri niðurstöðu að gefa ekki kost á mér.
Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í Kópavogi sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. Þetta ástand torveldar allt starf innan flokksins og veldur flokkadráttum á tímum sem samstaða og einhugur er mikilvægara en nokkuð annað. Ég get ekki hugsað mér að taka þátt í prófkjöri flokksins við þessar aðstæður.
Ég tók að mér að vera bæjarstjóri í Kópavogi til 13. júní næstkomandi og ákvörðun mín nú hefur ekki áhrif á það. Mér finnst ástæða að taka fram að samstarfið innan bæjarstjórnar frá því að ég tók við sem bæjarstjóri hefur gengið mjög vel, bæði með meirihluta og minnihluta.
Ég styð Sjálfstæðisflokkinn og óska þess að kjósendur beri gæfu til að kjósa heiðarlegt og duglegt fólk á framboðslistann sem hefur hugsjónir flokksins og heill bæjarbúa að leiðarljósi í hvívetna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert