Blása til kröfufundar á Austurvelli

Frá kröfufundi Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands á Austurvelli í …
Frá kröfufundi Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands á Austurvelli í desember. mbl.is/Kristinn

Samtökin Nýtt Ísland og Hagsmunasamtök heimilanna boða til kröfufundar á Austurvelli nk. laugardag kl. 15. Þetta verður fimmti kröfufundur samtakanna í vetur.

Helstu kröfur eru eftirfarandi:

  1. Leiðrétting höfuðstóls lána heimilanna og bílalána.

  2. Afnám verðtryggingar.

  3. Að veð takmarkist við veðandlag.

  4. Stjórnmálaflokkum verði gefið frí um óákveðin tíma og þjóðstjórn
    verði komið á vegna sérstæðna aðstæðna hjá íslenskri þjóð.

  5. Nú er komið að hinum almenna Íslendingi, sem telur c.a. 95%
    þjóðarinnar. Samtökin harma þá skjaldborg sem byggð var fyrir
    fjármagnseigendur og kallar eftir almennri siðbót, uppgjöri og
    réttlæti til hagsbóta fyrir alla Íslendinga sem byggja Ísland.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert