Bretar beita sér ekki gegn Íslandi

David Miliband.
David Miliband. Reuters

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir að Dav­id Mili­band, bresk­ur starfs­bróðir hans, hafi í dag full­vissað sig um að Bret­ar muni ekki beita sér gegn aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu þótt for­seti Íslands hafi synjað Ices­a­ve-lög­um staðfest­ing­ar.

„Ég hef rætt við Mili­band og ég hef hans leyfi til að lýsa því op­in­ber­lega yfir, að þetta muni ekki hafa áhrif á Evr­ópu­sam­bands­um­sókn­ina," sagði Össur við Reu­ters­frétta­stof­una. Þeir Össur og Mili­band ræddu sam­an í síma í dag.

Össur sagði, að rík­is­stjórn­in unnu hörðum hönd­um við að draga úr þeim áhrif­um, sem ákvörðun for­seta Íslands hefði haft.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka