Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að David Miliband, breskur starfsbróðir hans, hafi í dag fullvissað sig um að Bretar muni ekki beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu þótt forseti Íslands hafi synjað Icesave-lögum staðfestingar.
„Ég hef rætt við Miliband og ég hef hans leyfi til að lýsa því opinberlega yfir, að þetta muni ekki hafa áhrif á Evrópusambandsumsóknina," sagði Össur við Reutersfréttastofuna. Þeir Össur og Miliband ræddu saman í síma í dag.
Össur sagði, að ríkisstjórnin unnu hörðum höndum við að draga úr þeim áhrifum, sem ákvörðun forseta Íslands hefði haft.