Össur Skarphéðsinsson utanríkisráðherra telur að það yrði bylmingshögg fyrir þjóðina neiti hin Norðurlöndin Íslendingum um lán.
„Ég tel að það yrði mjög erfitt fyrir Norðurlöndin, bæði af frændsemissökum en ekki síður út af yfirlýsingum sem hafa komið fram frá forystumönnum þar, að stöðva þessi lán. Ég tel að það yrði bylmingshögg gagnvart Íslendingum ef að Norðurlöndin hjálpar okkur ekki í þessari stöðu,“ sagði Össur í samtali við mbl.is í dag.