Ráðherrar hafa í dag rætt við fjölda erlendra ráðamanna um stöðuna hér á landi vegna Icesave málsins og fulltrúa fjölmiðla. Fjármálaráðherra fór til Óslóar í dag. Yfirlit yfir helstu samskipti eru birt á vef utanríkisráðuneytisins.
Steingrímur J. Sigfússon flaug í dag til Óslóar til viðræðna við fjármála- og utanríkisráðherra Noregs, og mun í framhaldinu funda með fjármálaráðherra Danmerkur í Kaupmannahöfn. Á morgun mun fjármálaráðherra einnig ræða við norska og danska fjölmiðla. Sjá tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins.
Umfjöllun um fundi Steingríms og samtal fjármálaráðherra Íslands og Bretlands