Ísland enn í kastljósi erlendra fjölmiðla

InDefence á Bessastöðum
InDefence á Bessastöðum Reuters

Ekkert lát virðist vera á umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland og Icesave-lögin þessa dagana. Í dag er franska dagblaðið Liberation með heilsíðu umfjöllun um málið.

Í hollenska blaðinu Het Financieele dagblad er fjallað um lækkað lánshæfismat Íslands og hve hátt skuldatryggingaálagið sé á ríkissjóð Íslands. Segir blaðið það metið svo að því fylgi meiri áhætta að lána Íslandi heldur en Írak.

Í hollenska blaðinu Nrc Handelsblad er haft eftir Age Bakker, fulltrúa Hollands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að svo geti farið að AGS fresti því að greiða næstu greiðslu lánsins vegna ákvörðunar forseta Íslands.

Þar kemur fram að að Hollendingar og Bretar geti komið í veg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið frekar en önnur ríki. Hins vegar hóti Hans van Baalen, þingmaður Hollendinga á Evrópuþinginu, að reyna slíkt. Svipað sé uppi á teningnum hjá fjármálaráðherra Hollands.

Blaðið segir Ísland ekki fært um að koma sér upp úr holunni sem það hafi komið sér í á eigin vegum. Ríkið sé einfaldlega of lítið til þess að komast yfir kreppuna sjálft. Því þurfi Ísland á hjálp að halda frá AGS, norrænu ríkjunum og Evrópu á næstu árum.

Frétt nrc

Frétt Liberation

Frétt Het Financieele 

Frétt Volkskrant

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert