Kemur á óvart hve fljótt Fitch brást við fréttunum

Frá Bessastöðum 2. janúar sl.
Frá Bessastöðum 2. janúar sl. Reuters

Jón Daníelsson, dósent í hagfræði við London School of Economics, telur margt benda til þess að matsfyrirtækið Fitch hafi hlaupið á sig þegar það lækkaði lánshæfismat sitt á skuldum ríkissjóðs niður í ruslflokk.

Fitch lækkaði matið í kjölfar ákvörðunar forsetans um að staðfesta ekki ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum. Matsfyrirtækin Moody's og Standard & Poor's tóku hinsvegar annan pól í hæðina og breyttu ekki lánshæfismatinu en segja þó horfurnar vera neikvæðar.

Að mati Jóns kemur á óvart hversu fljótir starfsmenn Fitch voru til að lækka matið. Það sé sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að óvissan sem nú er uppi er fyrst og fremst pólitísk eðlis og það sama gildir um lausn vandans. Ekkert hafi í sjálfi sér breyst varðandi efnahagsstærðirnar að minnsta kosti er ekki hægt að fullyrða um þær breytingar að svo komnu máli.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert