Grunnskólar landsins eru aftur komnir á fullt eftir gott jólafrí og það var ekki annað að heyra á krökkunum í Fossvogsskóla á þriðjudag en að þeir væru bara nokkuð ánægðir með að vera aftur mættir í skólann sinn.
Sumir höfðu jafnvel strengt áramótaheit um að vera duglegri við námið en aðrir viðurkenndu að það hefði verið dálítið erfitt að vakna fyrsta skóladaginn eftir frí.