Steingrímur J. Sigfússon sagði í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 um Icesave að ábyrgð ríkja sé ekki skýr í evrópska regluverkinu. Hann sagði að Íslendingar séu ekki ánægðir með að hafa ekki fengið dómsúrskurð um hver ábyrgð Íslendinga sé í raun.
Steingrímur sagði einnig að Íslendingar telji að gallað evrópuregluverk sé hluti vandans. Hér sé því einnig um samevrópska ábyrgð að ræða. Þá benti Steingrímur á að ekki hafi verið bætt fyrir hið mikla tjón sem bresk stjórnvöld ollu þegar þau felldu íslenska banka í Bretlandi.
Viðtal Channel 4 við Steingrím J. Sigfússon