Peston: Við erum allir Íslendingar nú

Robert Peston.
Robert Peston.

Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir á bloggi sínu að ef kjósendur í Bretland eða Bandaríkjunum hefðu fengið að greiða atkvæði um hvort ríkisstjórnir þeirra ættu að veita billjónum dala til banka í formi lána, trygginga og fjárfestinga, er líklegt að því hefði verið hafnað.

Flestar skoðanakannanir bendi til þess, að almenningur hafi verið afar reiður bönkunum sínum en verið sannfærðir um að ekki væri rétt að leyfa þeim að falla því það myndi valda efnahagslegri upplausn. 

Flestir hagfræðingar, seðlabankastjórar og fjármálaráðherrar myndu því sennilega segja, að þakka ætti fyrir að almenningur í Bandaríkjunum og Bretlandi er ekki eins sjálfstæður og á Íslandi.  

Flestir eru sjálfsagt sammála meirihluta Íslendinga, sem skilja ekki hvers vegna refsa eigi þeim fyrir græðgi og heimsku nokkurra bankamanna. Samt leiki enginn vafi á að Íslendingum hefur þegar verið harðlega refsað fyrir hrun bankakerfisins. Kaupmáttur Íslendinga hari lækkað um 20% á síðasta ári og muni væntanlega lækka um tæp 16% á þessu ári.   

Peston segir, að Íslendingar viti nú, betur en nokkur önnur þjóð, að þegar bankar lenda í vandræðum þurfa skattgreiðendur að borga. Þetta hafi Bretar einnig lært en ekki gert sér næga grein fyrir því áður en fjármálakreppan hófst. 

„Í ljósi hins efnahagslega gjalds sem við höfum þurft að greiða vegna ábyrgðarlausrar hegðunar bankanna kemur það ef til vill á óvart að við erum ekki öll eins reið og Íslendingar," segir Peston.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands ritar grein á vef Wall Street Journal þar sem hann útskýrir hvers vegna Íslendingar neita að borga.

Blogg Pestons

Grein sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson ritar í WSJ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert