Reglur seinka Ameríkuflugi

Boeing 757-vél Icelandair.
Boeing 757-vél Icelandair. Árni Sæberg

Seinkun hefur orðið á brottför flestra flugvéla frá Íslandi til Bandaríkjanna frá því reglur um öryggisleit voru hertar eftir jólin.

Ástandið hefur þó batnað síðustu daga og vonast upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar til þess að tafir verði ekki af þessum sökum.

Tvær til þrjár flugvélar Icelandair fara til Bandaríkjanna á dag um þessar mundir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins, telur að framkvæmd aukins öryggiseftirlits hafi gengið nokkuð vel í heildina. Tafir hafi orðið á Ameríkufluginu frá 20 til 30 mínútum til klukkutíma. Það bætist við tafir sem orðið hafi á flugi vegna veðurs, eins og oft er á þessum árstíma.

Ekki hefur verið ákveðið að kaupa skimunarbúnað til að flýta seinni leitinni en Friðþór segir að fylgst sé með þróun tæknibúnaðar.

Flugið eykst mjög þegar líður á veturinn. Guðjón segir nauðsynlegt að bæta framkvæmd leitarinnar fyrir vorið svo að hún geti gengið upp á háannatíma flugsins.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert