Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir fund utanríkismálanefndar í morgun að allir séu að gera sitt besta til að koma skilaboðum Íslands á framfæri á alþjóðavísu.
„Ég vil að menn nýti þetta tækifæri, þá athygli sem við Íslendingar fáum vegna þeirrar stöðu sem hér er komin upp, til að koma réttum skilaboðum til skila. Sem eru í fyrsta lagi þau að við höfum aldrei sagst ætla að flýja okkar skuldbindingar. Við höfum gert ágreining um lagalega stöðu málsins. Þingið hefur þegar ákveðið að veita ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum í málinu. Og það sem er hér að gerast er í lýðræðislegum farvegi,“ segir Bjarni.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að hún vilji að stjórnvöld sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún muni ekki nota Icesave-kosninguna sem mælikvarða um það hvort ríkisstjórnin lifi eiður ei, eða hvort forseti Íslands eig að segja af sér. „Þetta snýst ekki neitt um það,“ segir hún.
„Heldur snýst þetta um okkar rétt til þess að fá að hafa áhrif á gang mála oftar en bara á fjögurra ára fresti,“ segir Birgitta.